Rauðhólar.
   Endilega skrifið í gestabókina

22.12.2005 23:34

Rauðhólar

Hús: Íbúðarhús steypt, byggt 1950. Útihús frá 1953-60.

Jörðin er fremur lítil og land hennar langt og mjótt, innan við km á breidd, nær austan frá innstu drögum Dalsár í yfir 1000 m hæð og þaðan í boga niður að Hofsá. Mörk við Skjaldþingsstaði við Hofsá eru rétt innan við brú og fylgja landamerkjaskurði eftir nesinu upp í fjall. Núverandi ábúendur eiga jörðina.
Harðvelli er meðfram Hofsá í nesinu en mýrar ofar. Bærinn stendur í hjalla undir Rauðhólum en í fjallinu er fjölbreytilegur gróður, holt, móar og mýrasund allt upp í skriður og klettabelti Strákatinds (1080 m). Rauðhólar eiga veiðirétt í Hofsá.
Steinunn vinnur fullt starf utan bús og Trausti hefur unnið hlutastörf af bæ. Ýmsir leigjendur bjuggu í íbúðarhúsinu 1966-1975, m.a. kennarar á vegum hreppsins.
Bústofn er nú 113 kindur. Trausti bjó með hænsni í nokkur ár, mest um 300 varphænur en hætti því og hefur síðan verið nær eingöngu með sauðfé. Fjárflest var 1977-78, í búskapartíð Þorgeirs, um 150 fjár. Loðkanínur voru á búinu í 2-3 ár, flestar um 30.
3 dráttarvélar, heyhleðsluvagn 1982, bindivél með Engihlíð 1989, aðrar heyvinnuvélar til þurrheyskapar 1979-91, jarðtætari 1986.
Búið er að friða spildu sem e.t.v verður notuð til skógræktar. Árið 1983 sligaðist hlöðuþak undan snjóþyngslum.

ÁBÚENDUR:

1979-....:
Trausti Gunnsteinsson frá Rauðhólum
Steinunn Zoëga frá Neskaupstað (frá 81)
Börn: Sveinn Halldór (Neskaupstað) og Eygló (Reykjavík)

Fyrrverandi ábúendur

1975-1979:
Guðbjörg Leifsdóttir frá Sævarlandi, Þistilfirði
Þorgeir Hauksson frá Ytra-Nýpi
Börn: Þorsteinn og Einar Már

  • 1
Flettingar í dag: 70
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 149
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 344403
Samtals gestir: 30750
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 15:31:40